Heilsuleysi á heimilinu
5.2.2008 | 11:11
Undanfarna daga er Halla Katrín búin að vera lasin Hún var búin að vera með nokkrar kommur um helgina sem við skrifuðum á tannpirring. En á sunnudagskvöldið var hitinn allt í einu komin upp í 40°C og litla greyið alveg hundslöpp. Í gærmorgunn vaknaði hún svo upp með 39,6°C og þá hringi ég á heilsugæsluna. Þar var auðvitað enginn tími laus (eins og venjulega) þannig að ég fékk bara símtal frá hjúkrunarfræðingi. Reyndar frá því að ég hringi og pantaði samtalið við hjúkkuna og þangað til að hún hringdi var Halla farin að æla líka. En þetta er víst allt eitthvað sem er að ganga. Hjúkkan sú sagði að það væri ákaflega fátt hægt að gera fyrir stelpuna. Ég sagði henni að mér þætti þetta mjög skrítið því að það væru engin einkenni fyrir utann hitann og æluna, hún væri ekki kvefuð eða neitt slíkt. Þá sagði hjúkkan að það væri algengt að þegar að hitinn (sem er vírus) færi að lækka þá kæmu veruleg kvefeinkenni, hor og hæsi, og það væri hægt að meðhöndla með sýklalyfjum. Seinnipartinn í gær fór svo hitinn snarlækkandi og kvefógeðið sem hjúkkan talaði um byrjaði að láta á sér kræla. Nú er staðan þannig að Halla litla er orðin svo að segja hitalaus en það flæðir hor úr nefninu á henni ! Ég ætla nú samt að sjá til hvort að hún vinni ekki á þessu sjálf því það er jú miklu betra heldur en að rjúka til og fá sýklalyf.......
Í gærkvöldi fengum við pössun fyrir krílin okkar og fórum á foreldrafund niður í Langholtsskóla, þ.e.a.s. í sérdeildina. Þetta var svona óformlegur fundur til að ná saman öllum foreldrunum í spjall og hugmyndavinnu um hvað væri hægt að fá af námskeiðum, fyrirlestrum og slíku. Ekki sakaði það að boðið var upp á rjómabollur og kaffi á eftir
Athugasemdir
batakveðjur från Sweden...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.2.2008 kl. 12:12
Góðan bata. Ég er sko sammála með áð fá tíma á Heilsugæslunni!!
Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 5.2.2008 kl. 13:02
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.2.2008 kl. 18:53
Æj, vona að krúttið nái sér. sendi ykkur batakveðjur!
www.zordis.com, 5.2.2008 kl. 22:23
Batakveðjur til litla krúttið þitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.