Dýravinurinn hann Sigtryggur Einar
3.2.2008 | 21:33
Ég er svo stolt af strákunum mínum, alveg endalaust stolt ! Núna í kvöld var sýndur lokaþátturinn af Dýravinum á Skjá einum og í þeim þætti var smá umfjöllun um hann Sigtrygg minn og ferðirnar hans til hennar Ragnhildar hestakonu. Jú og þarna var smá viðtal við mig líka ..... ég er jú mamma hans Það var ekkert smá skemmtilegt að fylgjast með þeim bræðrum Sigtryggi og Kristjáni við að horfa á þáttinn, það var eiginlega alveg óborganlegt. Það var kannski eitt sem skyggði pínulítið á en það er þegar sýnd var mynd af kisunni hennar ömmu Höllu sem Sigtryggur var búinn að tússa bláan hér og þar. Sigtryggur tók fyrir andlitið og vildi ekki sjá þá mynd. Það held ég að tengist því að hann átti svolítinn þátt í andláti kisunnar. Kisan var orðin háöldruð og Sigtryggur bjó vel um hana í þvottavélinni þar sem hún lést . Þvottavélin var nú samt ekki sett í gang heldur lokaði Sigtryggur henni og kisa greyið kafnaði. Það var líka svolítið skrítið að heyra Sigtrygg tala um hestana hans Gríms afa í þættinum. Afi vissi af upptökum á þættinum og beið spenntur eftir að sjá hann en því miður náði hann því ekki áður en hann lést. En það er ég viss um að afi karlinn hefur setið á góðum stað í kvöld og fylgst vel með
Á myndinni hér fyrir ofan eru þeir bræður, Kristján Atli og Sigtryggur Einar spenntir með poppið að bíða eftir að þátturinn hefjist Og hérna fyrir neðan erum við Sigtryggur að horfa á endursýninguna saman:
Fyrir þá sem að misstu af þættinum og langar að sjá hann þá verður hann endursýndur á morgun klukkan 17:15
Já og fleiri myndir í myndaalbúminu okkar ......
Athugasemdir
Er hægt að sjá hann á netinu?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 22:23
Elsku kallinn, ekki gaman að heyra af kisu gömlu en þátturinn hefur örugglega verið flottur og skemmtilegur.
www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 22:24
Gunnar; Einhvern næstu daga verður hægt að sjá þáttinn á skjarinn.is Það er misjafnt hvenær þeir koma inn á netið en yfirleitt 2 - 3 dögum eftir sýningu
Anna Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 22:51
Gaman að sjá þáttinn. Anton fannst þetta voða merkilegt að frænka hans væri í sjónvarpinu Ég er alveg viss um að afi og amma sátu í hásæti í kvöld og fylgdust með...
Rannveig Lena Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 22:52
Já vissulega gaman að sjá ykkur í imbanum. Ég er alveg sammála Lenu um að amma og afi hafa setið í hásæti og fylgst spennt með
Árný Sesselja, 3.2.2008 kl. 23:04
Ég ætla kíkja á þáttinn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2008 kl. 06:22
kvitt kvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.2.2008 kl. 15:47
hæhæ þið tókuð ekkert neitt smá vel út saman í þættinum í gær.
Brynhildur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:43
Ég hef ekki séð þáttinn hefði gjarnan vilja það.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.2.2008 kl. 10:45
Smári og Anna biðu spennt eftir þættinum mep Sigtryggi frænda. Þeim fannst þetta stórmerkilegur þáttur.
Solla, 5.2.2008 kl. 17:13
Þetta var alveg meiriháttar :)
Gerða Kristjáns, 5.2.2008 kl. 20:28
Sæl þið öll.
Sá þáttinn og hafði mjög gaman af. Yndislegt að sjá hvað peyjinn naut sín með hestunum. Svo rakst ég á þessa síðu fyrir slysni, skemmtileg tilviljun.
Bestu kveðjur
Ásdís (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.