Guði sé lof fyrir að kjötsúpan er búin .....
28.1.2008 | 20:11
..... sagði unglingurinn minn hann Kristján Atli við mig núna eftir kvöldmatinn og hann sá að loksins var kjötsúpan búin. Ég eldaði nefnilega vænan skammt af þessum yndælismat í gær því eins og flestir (nema kannski Kristján) vita þá er kjötsúpa bara betri upphituð. En blessuð kjötsúpan er alls ekki uppáhaldsmaturinn hans Kristjáns og þegar ég tek uppá því að elda þetta fæ ég alveg að heyra að þetta er ekki vinsælt. Já hann Kristján minn segir upphátt við mig það sem kannski sumir myndu láta sér nægja að hugsa ..... Hann er bara svo hreinskilinn þessi elska
Ég kom heim úr vinnunni um klukkan hálf níu í morgun og þegar ég hafði þvegið mér, burstað tennur og komið mér vel fyrir í rúminu mínu og orðið heitt á fótunum hringdi síminn. Þetta var kennarinn hans Kristjáns hún Ragna að láta mig vita að unglingurinn væri orðinn veikur. Hann væri náfölur, með hausverk og léti mjög illa af sér. Það var svo laaaaangt frá því að ég nennti undan sænginni minni þannig að ég hringdi í Óla og betlaði það út úr honum að sækja drenginn og koma honum heim. Og auðvitað lét þessi elska hann Óli minn þetta eftir mér Þegar Kristján kom heim skreið hann beina leið uppí til mín og sofnaði hjá mér. Það er víst ennþá gott að kúra í mömmu rúmi þegar maður er svolítið lasinn, þrátt fyrir að vera orðinn 14 ára ........ Ég vaknaði næst þegar Kristján ýtti við mér og sagði: "Mamma klukkan er miklu meira en hádegi og ég er svangur". Þá var klukkuskömmin orðin 14 þannig að ég dreif mig á fætur og tók til mat handa okkur og dreif mig svo í ræktina
Lena systir og Elísa Sif kíktu svo við hjá okkur seinnipartinn á leið þeirra út úr bænum. Þær eru búnar að vera sunnan heiða í 2 daga því Elísa er búin að vera hjá talþjálfa. Nú er Elísa frænka bara orðin svo dugleg að hún er víst útskrifuð frá talþjálfanum Til hamingju með það kæra frænka
Athugasemdir
Dóttir mín er 13 og henni finst æði að kúra hjá mömmu sinni, það fer ekki frá okkur við erum alltaf jafn lítil innst inni. Vona að drengurinn verði fljótur að ná sér!
www.zordis.com, 28.1.2008 kl. 21:59
Ekki sækir drengurinn þetta í móðurættina, því það var haft við orð hér á árum áður,að við ákveðinn atburð hafi móðir þín svarð spurningu minni með spurningunni "Borðar þú kjötsúpu?". - Kjötsúpa hefur verið mikill uppáhalds matur hér á heimilinu, enda engin slor fæða, ég skal ræða það við"unglinginn" við tækifæri.
Afi úr sveitinni... (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:34
Ohhh ég væri sko til í almennilega kjötsúpu !!
Gerða Kristjáns, 29.1.2008 kl. 18:01
Ég fékk vatn í munninn... kjötsúpa
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.1.2008 kl. 18:29
Kjötsúpa er nú bara með því besta sem ég fæ. Nema þegar að múttu dettur í hug að setja sellerí í súpuna! Svoleiðis gerir maður bara ekki
Annars bíð ég spennt eftir þriðjudeginum... þá fæ ég það allra allra besta... BAUNASÚPU ! Skil ekkert í mér að elda svoleiðis ekki oftar en 1x á ári !
Rannveig Lena Gísladóttir, 29.1.2008 kl. 23:00
Ég fékk spurninguna fer þessi kjötsúpa ekki að klárast frá manninum mínum um daginn. þetta er alls ekki í miklum metum hjá honum eins og hún er mikið lostæti
Brynhildur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.