Góðar fréttir .... Unglingar eru ekki fólk ......

dufa_231105Þegar Sigtryggur kom heim úr skólanum í dag stormaði hann inn í eldhús í útigalla og öllum gírnum og sagði: "Ég hef góðar fréttir, ég hélti dúfu !"  Minn maður hafði farið með frístundaklúbbnum niður í bæ og þar hafði hann fengið að halda á dúfu og eins og þeir sem þekkja hann Sigtrygg minn þá er fátt sem gleður hann meira en svona tækifæri Grin 

Í morgun fór unglingurinn minn hann Kristján aftur í skólann eftir veikindi.  Hann er búinn að vera heima í 2 daga með hita.  Ekki veit ég hvað olli þessum hita því hann er ekki með kvef eða nein slík einkenni.  Á fimmtudagskvöldið spurði hann mig hvort ég væri viss um að það væri allt í lagi að hann færi í skólann morguninn eftir og ég svaraði því til að það væri sko örugglega allt í góðu lagi.  Þá viðurkenndi hann að hann var að vona að hann "græddi einn enn frídag frá skólanum" ......... Já svona er að vera unglingur Pouty

Og minnst á unglinga ....... amma Gunna sagði mér í dag að í morgun hefði hún vaknað við að Sigurjón Stefán kemur inn til hennar og segir: "Þetta voru sko ekki fólk.  Þetta voru unglingar !"  Hann hafði kveikt á sjónvarpinu og séð fréttirnar frá því kvöldinu áður þar sem sýnt var frá uppþotinu á áhorfendapöllum í ráðhúsinu.    Svona er nú það, unglingar eru sko ekki fólk.  Allavega ekki í augum Sigurjóns Stefáns LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þessi var nú flottur.kveðja linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband