Draumur um afa

Einu sinni sagði Grímur afi minn heitinn að honum dreymdi stundum fyrir því hvernig veðrið yrði.  Þá dreymdi hann hesta og veðrið réðst af því hvernig hestarnir voru að lit í draumnum.  Ég vildi óska að ég hefði lagt betur á minnið það sem hann sagði mér um litina og hvað hver þeirra þýddi því að í nótt dreymdi mig afa.  Draumurinn var snerist samt voða lítið um afa sjálfan heldur var ég að hjálpa honum með rauðan hest sem að hann hafði komið með heim á Garðabyggðina.  Hesturinn var veikur og það var mikið bras í kringum hann og svo endaði draumurinn á að hesturinn var felldur inni í bílskúrnum hans afa.  Hvað skyldi þetta þýða ?

Í gær kom Kristján Atli heim úr skólanum fremur daufur og þreytulegur.  Fljótlega kom það í ljós að hann var kominn með háan hita.  Þar sem að karlanginn var með rúmlega 40 stiga hita í gærkvöldi fór hann auðvitað ekkert í skólann í dag, sem að b.t.w honum fannst sko ekkert slæmt ........  Eitt af því fyrsta sem að ég gerði í morgun var að mæla hann hitalausann !  Í dag er hann svo búinn að vera eins og ekkert hafi í skorist, hressari sem aldrei fyrr !  En til að vera viss mældi ég hann svo aftur núna áðan og kallinn er með 38 stiga hita ...... Þannig að ekki fer hann í skólann á morgun, honum til mikillar gleði.  Það er svona að vera unglingur.

Í gærkvöldi fór ég á ansi skemmtilegan fund.  Þetta var opinn “fókus-fundur” en Fókus er félag áhugaljósmyndara.  Þarna voru samankomin allskonar fólk allir með myndavéladellu á mjög háu stigi.  Það fyrsta sem að ég gerði þegar að ég kom heim var að fara á netið og skrá mig í félagið og borga árgjaldið !  Þetta er mjög virkt og skemmtilegt félag.  Þau fara allskonar ferðir, setja upp ljósmyndasýningar og þarna eru allir tilbúnir að hjálpa náunganum og segja til.  Ekkert smá spennandi !  T.d. þá verður sýning á vegum félagsins opnuð í Kringlunni þann 7. febrúar.  Sýningin er í tengslum við vetrarhátíð í Kringlunni, stendur frá 7. - 14. febrúar og ber heitið “Svart/hvítt í fókus”. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Ég fann þetta félag á netinu um daginn og það freistaði mín alveg herfilega að skrá mig... en ég er audda bara lúði utan af landi...

Árný Sesselja, 23.1.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Samkvæmt "draumur.is" þá merkir rauður hestur ánægju og skemmtanir en ég veit ekki hvað veikindin merkja. Vonandi merkir þetta bara að þú eigir eftir að hafa gaman í nýja félaginu þínu:)

Gott hjá þér að láta úr þessu verða, þú átt örugglega eftir að brillera....annars getur Sigtryggur örugglega kennt þér nokkra góða ljósmyndatakta, hann er greinilega góður ljósmyndari

Batakveðjur til Kristjáns Atla**

Berta María Hreinsdóttir, 24.1.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Draumur.is er frábær síða... ætlaði einmitt að mæla með henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.1.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband