Mamma, ég er kvikmyndagerðarmaður ......
21.1.2008 | 21:08
"........ég er svona Landmark" Þetta sagði Sigtryggur minn um leið og hann hrundi inn úr dyrunum eftir skóla og frístund í dag. Umrædd kvikmyndagerð er s.s. lítil "clip" sem hann gerir með digital myndavélinni sinni. Gunna amma hans gaf honum myndavél í haust og hefur hann verið að nota gripinn mikið upp á síðkastið. Síðast í gær uppgötvaði hann að hann gæti tekið svona smá "clip" og skoðað það svo í tölvunni. Í morgun fékk hann svo að fara með myndavélina í skólann og kom heim með slatta af myndbrotum til að skoða Þess má geta að uppáhaldsþátturinn hans Sigtyggs í sjónvarpinu eru Dýravinir á skjá 1 sem að Landmark kvikmyndagerð (Dúi Landmark) framleiðir
Eitt af kvikmyndaverkunum hans Sigtryggs síðan í dag. Þarna má sjá gullfiskana í sérdeildinni
Sigtryggur kom líka með 10 stykkja eggjabakka fullan af eggjum heim úr skólanum ! Hann hafði fengið í verðlaun í einu "stjörnukerfinu" að fara í heimsókn í Elliðahvamm, en þar er eggjaframleiðsla og kjúklingaframleiðsla. "Steini í Hvammi, sem þekkir afa minn, gaf mér egg!" sagði Sigtryggur við mig mjög upprifinn og sýndi mér eggin. Ég veit ekki hvort honum þótti merkilegra að fá eggin eða að bóndinn skyldi þekkja afa hans
Núna er alveg að koma að því að þátturinn af Dýravinum sem að Sigtryggur tók þátt í verði sýndur. En hann verður frumsýndur sunnudaginn 3. febrúar n.k. klukkan 20
Að lokum er svo ein af ljósmyndunum sem að Sigtryggur er búinn að taka. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Athugasemdir
Litli snillingurinn hennar ömmu, nú er gamla með tárin í augunum við að skoða myndir af honum í Skaftholti og kvikmyndina......
., 21.1.2008 kl. 21:15
hólímólí hvað þetta er flott mynd sem Sigtryggur tók á vélina sína. Þú ættir að senda hana í samkeppni:)
Kolla
Kolbrún Jónsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:27
Myndin hans er alveg frábær!
Rannveig Lena Gísladóttir, 21.1.2008 kl. 22:39
kvitt-kvitt og kærar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.1.2008 kl. 23:16
Hann er ótrúlegur drengurinn, endilega minntu mig á þegar þessi þáttur verður sýndur svo ég gleymi honum ekki.
Afi úr sveitinni (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:39
Þetta er mjög falleg mynd hjá stráksa....
Knús til ykkar allra...
Árný Sesselja, 22.1.2008 kl. 10:04
Drengurinn er BARA snillingur
Hlakka til að sjá hann í Dýravinum!!
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:32
Flott hjá drengnum og sértök myndin af fuglunum.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.1.2008 kl. 14:27
Æðisleg myndin hans :)
Verð að muna eftir Dýravinunum.......
Gerða Kristjáns, 22.1.2008 kl. 14:46
Hann er mjög efnilegur, drengurinn.
Greinilegt að hann hefur listrænt auga.
Bestu kveðjur Freydís
Freydís (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.