Garnagaul og nýjar myndir

Samhliða því að taka mig á og byrja í ræktinni hef ég verið að taka sjálfa mig í gegn hvað varðar mataræði.  Minn helsti veikleiki er að borða ALLT OF MIKIÐ !  Þannig að þessa dagana er ég að taka neysluvenjur mínar í algera naflaskoðun og skera niður á hinum ýmsu sviðum.  Fyrst og fremst er að nú fæ ég mér bara einu sinni á diskinn í stað þess að fá mér 2 - 3 sinnum og mikið í hvert skipti .....  Þetta verður samt til þess að ég er nánast alltaf svöng og það líður ekki sú stund að ég spái ekki pínulítið í því hvort það geri nú nokkuð til þó ég fái mér bara obbolítinn aukabita ......  En sem betur fer þá fer það ekkert lengra hjá mér en að spá í það og vonandi hættir þessi ógeðslega svengdartilfinning fljótlega Frown  Nú er bara að harka af sér og reyna að venja sig af öllum ósiðum hvað matinn varðar ....

Mér hafa borist nokkrar kvartanir yfir því hvað ég hef verið löt að setja inn nýjar myndir í albúmið okkar.  Ég er búin að bæta aðeins úr því frá því rétt fyrir jól þannig að  HÉR er hægt að sjá nokkrar myndir síðan á jólunum, áramótunum og svo það nýjasta eru myndir úr afmælinu hans Kristjáns Atla Smile  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það sem ég hef heyrt er að maður á aldrei að finna fyrir hungri. Líkaminn heldur þá að þú sért að svelta og byrjar að hlaða varasjóð undir húðina.

Það sem maður á að gera er m.a. þetta:

  • Borða þriðja hvern tíma.
  • Minka kolvetnin t.d. Hveiti og sykur.
  • Fara í göngu snemma á morgnana svo að "brennslan" komi í gang og haldi sér yfir daginn.
Ég er enginn sérfræðingur en þetta hefur einn vinur minn kennt mér og hann fór niður mörk kg bara með þessari aðferð. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband