Jólajátningar ....... bara 3 dagar til jóla !

santaclausÉg er bara orðin svakalega spennt Smile  Þetta verða að vísu svolítið skrítin jól því að undanfarin ár höfum við boðið Jökli Snæ, bróður mínum og hans fjölskyldu og tengdaforeldrum mínum í jólagraut í hádeginu á aðfangadag en þetta árið er allt þetta fólk í burtu.  Jökull, Oddný og Birnir Snær ætla að vera fyrir norðan hjá pabba og mömmu á aðfangadag og christmastreetengdó verða úti í Danaveldi hjá mágkonu minni og hennar fjölskyldu.  Olga mágkona og Gísli maðurinn hennar eiga nefnilega von á kríli um jólin og tengdamamma fór út 15. des að hjálpa þeim í jólaundirbúningnum og tengdapabbi fer svo út á laugardaginn.  Ætli það fari ekki eftir því hvenær krílið kemur í heiminn hvenær tengdó skila sér aftur heim til Íslands.  Svo á aðfangadagskvöld verðum við bara 4 heima því að stóru strákarnir mínir verða hjá pabba þeirra um jólin.  Ég verð alveg að viðurkenna að mig langar svakalega mikið til að hafa öll börnin mín hjá mér um jólin en þar sem að þau eru ekki eingetin þá er það frekar eigingjarnt af mér ef að þeir fengu ekki líka að vera hjá pabba sínum á jólum.  
Kristján og Sigtryggur er mjög spenntir að fara til pabba síns.  Þeir tala mikið um að þeir fái sko að skreyta jólatréð Smile  Á morgun fara þeir til pabba síns og um leið kemur Sigurjón Stefán til okkar Grin 

christmasgift1Þegar ég var ca. 10 ára gömul gerði ég svolítið sem ég er voðalega lítið stolt af ....... Ég kíkti í einn jólapakkann minn Pouty  Þetta er í eina skiptið á æfinni sem ég hef gert þetta og ég skammast mín ennþá fyrir það Frown 
Á þessum tíma voru allir jólapakkar sem bárust heim geymdir í svefnherberginu hjá pabba og mömmu og nánast allan desembermánuð var þetta herbergi á bannlista fyrir okkur systkinin.  Einhverntíman þegar pabbi og mamma voru ekki heima notaði ég tækifærið og lét undan forvitninni og fór inn á bannsvæðið.  Ég man ennþá í hvaða skáp pakkinn var sem ég kíkti í.  Ég man líka hvað var í pakkanum og frá hverjum hann var.  Þetta var Adidas sundpoki sem búið var að merkja handa mér sem að Elín og Grímur, frændsystkini mín gáfu  mér.  Alveg svakalega fínn poki en í hvert sipti sem að ég notaði hann minntist ég þess hvað ég gerði og skammaðist mín alveg ofan í tær ! 
Þess má geta að glæpurinn komst ekki upp og fyrir ekki svo löngu síðan játaði ég brotið fyrir mömmu Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég kíkti í alla pakkana einu sinni og mikið var erfitt að þykjast verða voða hissa á hvað var í hverjum pakka. Ég er enn í rusli yfir þessu en lærði samt eitt. Forvitni er ekki góð og hef að mestu náð að læknast af henni síðan.

Gleðileg jól dúlla og eigðu farsælt komandi ár.

Fjóla Æ., 21.12.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Já, það eru fleiri forvitnir...GLEÐUR mig að heyra það, en ég hef líka kíkt í pakka...en það var "óvart". Gleðileg jól og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 21.12.2007 kl. 12:17

3 identicon

Ég held að allir hafi nú einhverntímann kíkt í jólapakkna sína, hef allavega gert það oftar en einusinni ef að ég man rétt

Brynhildur (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 19:03

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég man að ég kíkti einu sinni í pakka og var voða falleg dúkka í honum. En ég held að það hafi verið í eina skiptið, enda aldrei verið sérstaklega forvitin:)

Gleðileg jól Anna mín og takk fyrir samstarfið á árinu, sem og mótorhjólaferðina ógleymanlegu í sumar

Skilaðu jólaknúsi á strákana þína frá mér. Hafið það sem allra best

Berta María Hreinsdóttir, 21.12.2007 kl. 21:10

5 Smámynd: www.zordis.com

Gleðileg jól til fjölskyldunnar með von um frið og ómælda hamingju!

það var oft erfitt að halda aftur að sér, ég laumaðist einu sinni 5 ára inn í fataskáp hjá foreldrum mínum og þar var risa barbí bleikt dúkkuskip sem ég sá alveg óvart!  Ekkert samviskubit hérna megin .....

www.zordis.com, 22.12.2007 kl. 12:25

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól og hafðu það gott um jólin.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 13:23

7 identicon

Gleðileg jól elskurnar mínar og hafið það gott um jólin.

Magga (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband