6 dagar til jóla

Christmas-Minnie-Mickey-ClausMikið svakalega eru jólin stutt undan.  Bara 6 dagar þangað til.

Það sem helst hefur truflað jólaundirbúninginn eru prófin og þá ekki síst biðin eftir niðurstöðum prófanna.  Núna er sú stund loksins runnin upp að allar einkunnir eru "komnar í hús" Smile  Eins og áður sagði þá fékk ég 8,0 í sálfræði, 7,0 í náttúrufræði og 8,0 í heilbrigðisfræði Grin  Mikið svakalega er ég stolt af sjálfri mér Grin  Þúsund þakkir til ykkar sem hafið hvatt mig áfram og hrósað mér hérna í commentakerfinu.  Nú er bara að halda ótrauð áfram eftir áramót Wink

Hann er nú meira krúttið, elsti sonur minn, hann Kristján Atli.  Um síðustu helgi var hann hjá pabba sínum og ömmu.  Amma hans er búin að eiga svolítið erfitt undanfarið þar sem að hún datt og brákaðist á hrygg og fékk samfall á hryggjarliðum.  Á laugardagsmorguninn sagði Kristján við ömmu sína að hann vildi glaður gefa allar jólagjafirnar sínar fyrir það að ömmu myndi batna í bakinu og höfðinu ...... svo fór hann að skæla þetta stóra en samt litla grey því hann fann svo til með ömmu sinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með einkunnirnar.

Mikið er þetta drengbarn mikið krútt hjá þér, eins gott að ég var ekki amman. Ég hefði farið að skæla með honum bara.

Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 02:27

2 identicon

Þetta eru nú ekkert smá glæsilegar einkunnir hjá þér. mátt vera mikið stolt með þetta

Brynhildur (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 02:42

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til lukku með stórfínar einkunnir    Auðvitað helduru áfram að slá í gegn eftir áramótin !

Ég bíð ennþá spennt eftir fleiri einkunnum.  Næsta á að koma í síðasta lagi á fimmtudag og hinar eru komnar á "deadline" milli jóla og nýjárs.  Vonandi þarf maður samt ekki að bíða svo lengi.

Rannveig Lena Gísladóttir, 18.12.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Til hamingju með einkunnirnar þínar....þú átt alveg örugglega eftir að brillera á næstu önn líka:)

Hann Kristján er svo mikill gullmoli, svo umhyggjusamur og góður:) Vonandi verður amma hans fljót að jafna sig.

Knús á línuna**

Berta María Hreinsdóttir, 18.12.2007 kl. 10:34

5 Smámynd: Fjóla Æ.

Æ-i dúllan

Fjóla Æ., 18.12.2007 kl. 11:47

6 Smámynd: Árný Sesselja

<center><a href="http://www.zwani.com/graphics/christmas/"><img src="http://images.zwani.com/graphics/christmas/images/40.gif"  alt="ZWANI.com - The place for myspace comments, glitters, graphics, backgrounds and codes" border=0></a><br><a href="http://www.zwani.com/graphics/christmas/" target="_blank">Myspace Chistmas Comments</a></center>

Árný Sesselja, 19.12.2007 kl. 10:29

7 Smámynd: Árný Sesselja

Árný Sesselja, 19.12.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband