Prófin BÚIN og tími til að blogga

christmas_clipart21Mikið svakalega er ég fegin að prófin eru loksins búin.  Þetta er búið að vera ansi strembið að láta allt ganga upp ........ en auðvitað gekk allt upp Tounge 
Ég tók heilbrigðisfræðiprófið í gær og gekk alveg ágætlega að ég held og í dag fór ég í náttúrufræðiprófið og gekk sæmilega....  Held samt að ég sé búin að ná en hversu mikið fyrir ofan 5 ég er veit ég hreinlega ekki Pouty  Það kemur allt í ljós núna um helgina en kennarinn sendi meil í dag og þar sagði hún að hún mundi skila einkunn um helgina.  Ég hef ekki hugmynd hvenær er von á einkuninni fyrir heilbrigðisfræðina .....
Síðastliðna nótt gat ég eiginlega ekkert sofið.  Bölvaður veðurhamurinn stóð beint upp á gluggann hjá okkur svo það hvein og söng í öllu.  Mér stóð eiginlega ekki á sama, hávaðinn var þvílíkur !  Ég var komin á fremsta hlunn með að fara með Kristján og Höllu fram í stofu og sofa þar því að mér fannst eins og að gluggarnir væru á leiðinni inn hjá okkur.  En áður en til þess kom róaðist veðrið og ég náði loksins að sofna.  Svefninn varð ekki langur þar sem að ég dreif mig á fætur þegar liðið mitt var farið í skóla, leikskóla og vinnu.

Hjá ormunum mínum snýst allt um blessaðan jólasveininn þessa dagana.  Núna eru þeir 2 bræðurnir komnir til byggða og sá þriðji kemur víst í nótt.  Sá sem kemur til byggða í nótt er hann Stúfur karlinn Grin  Það er ýmislegt sem að krakkakrílin leggja á sig til að tryggja það að fá smávegis í skóinn hjá þeim bræðrum.  Hann Sigurjón Stefán er þar engin undantekning.  Á þriðjudaginn þegar hann kom heim úr skólanum og átti að læra heima var hann alls ekki til í það og bara "nennti því ekki !"  Pabbi hans áminnti hann að nú væri sko von á jólasveininum þannig að hann yrði nú að vera góður og læra heima.  Það var eins og við manninn mælt, heimavinnan var drifin af.  Og til að vera alveg viss þá galaði Sigurjón Stefán til pabba síns og ömmu klukkan 19:15 "Góða nótt" LoL  og um klukkan hálf átta var minn maður sofnaður .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er gott aðþú sért búinn í prófunum.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.12.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Njóttu þess að vera búin og ekki fara yfir um í jólastressi

Gerða Kristjáns, 15.12.2007 kl. 21:20

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Auðvitað nærðu öllu. Já, ég trúi að þú hafir lítið um svefn fengið. Mikið er gott að börn taki jólasveinin alvarlegan...og það að fara snemma að sofa. Vonandi verður þú sátt við einkunnirnar þínar. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 16.12.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband