KALORÍUREGLUR FYRIR JÓLIN

Fékk þessar snilldar reglur í e-mail í dag .......

food_titleMaturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur.
Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.
Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur.
Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú.
Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er  kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.
Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.
Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.
Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta,  næpur = hvítt súkkulaði)
Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar.

HENGIST Á ÍSSKÁPINN !  og gleðileg jól Tounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Takk fyrir þetta Anna mín.....loksins get ég farið að borða með góðri samvisku

Berta María Hreinsdóttir, 16.11.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Því miður er svona bara til að brosa að en ekki fara eftir    Ef þetta væri nú allt saman heilagur sannleikur þá hefði ég aldrei orðið jafn hnöttótt og ég var. 

Rannveig Lena Gísladóttir, 16.11.2007 kl. 10:59

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Síðan er hægt að brjóta bitann sem maður er að fara að borða og hrista hann aðeins. Þá detta allar kaloríurnar út.

Fjóla Æ., 16.11.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband