Löngu komin heim frá Boston ..... Bara búið að vera brjálað að gera síðan

make-me-happy-ecardsÉg kom heim frá Boston á miðvikudagsmorgunn, alveg eldsnemma.  Dauðþreytt og búin að tína heilli nótt vegna tímamismunar.  EN þó ég væri þreytt þá var ég alveg alsæl með ferðina í alla staði Grin  Við versluðum auðvitað lítið eitt og svo lékum við túrista og skoðuðum okkur um alveg stórskemmtilega borg sem Boston er.  En eins og við öll skemmtileg og vel heppnuð ferðalög er eitt af því besta við þau að koma heim aftur, hitta börnin, sofa í rúminu mínu og lífið fer í sinn vanalega farveg Smile

Eitt að því sem fer óhjákvæmilega á "hold" þegar maður fer í svona ferðalag er námið (ég er ekki eins og ónefnd systir mín sem fer með skólabækurnar í útlandaferð .....)  Það verður líka til þess að maður þarf að bretta upp ermarnar og vinna upp þegar heim er komið.  Þetta er einmitt ástæðan fyrir þvi að ég bloggaði ekki fyrr.  Það biðu mín nefnilega 2 skilaverkefni óunnin og eitt próf á netinu þegar ég kom heim.  Verkefnunum átti ég að skila 26. október og klára prófið fyrir 28. október.  Þrátt fyrir að vera ekki byrjuð á neinu af þessu fyrir brottför náði ég að klára allt á tilsettum tíma, silaði verkefnunum í gær og núna rétt áðan tók ég prófið.  Prófið er gagnvirkt þannig að niðurstaðan kom um hæl og einkunin var 7,2. 

Áður en ég fór til Boston skilaði ég einu verkefni í sálfræði og þegar ég kom heim fékk ég einkunina fyrir það, 9,0 Smile  Fékk 8,0 í fyrsta sálfræðiverkefninu, 9,0 núna og svo var ég að skila þriðja í gær.  Hitt verkefnið sem ég skilaði í gær var fyrsta silaverkefnið í heilbrigðisfræði. 

Well best að halda áfram að læra ... (ég er í vinnunni en það er bara mjög lítið að gera .....)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Velkomin heim og til hamingju með einkunnirnar.

Fjóla Æ., 27.10.2007 kl. 08:52

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til lukku með fínar einkunnir.

Það er sko bara fínt að taka bækurnar með til útlanda.  Síðast fór td gæðastjórnunarbókin með mér.  Ég notaði tímann í fluginu og lestarferðum til að lesa... sem að borgaði sig svo sannarlega því að ég tók prófið daginn eftir að ég kom heim og fékk TÍU 

Hlakka til að sjá ykkur öll á morgun

Rannveig Lena Gísladóttir, 27.10.2007 kl. 09:30

3 identicon

Gaman að´sjá frá þer punkta aftur, afsakaðu að ég svaraði ekki símanum í gærkvöldi,vará "sviðamessu Lions", skildi símann eftir heima, var með þann sem þegir mest.

Afi úrsveitinni (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 10:32

4 identicon

Rosalega ertu dugleg!!

Þú áttir þessa Bostonferð alveg skilið fyrir allan dugnaðinn í þér!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 18:29

5 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Sæl Anna og takk fyrir að "hafa samband". Gaman að geta fylgst með ykkur í gegnum netið

Vá hvað ég öfunda þig að hafa verið í Boston....yndisleg borg og þá er sérstaklega gaman að versla þar
Til hamingju með einkunnirnar ofurkona.

Knús til strákanna frá mér** 

Berta María Hreinsdóttir, 29.10.2007 kl. 18:51

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf gaman koma til Boston og til hamingju með einkunnar.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 20:09

7 Smámynd: Anna Gísladóttir

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar

Anna Gísladóttir, 29.10.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband