Bara 6 dagar í Boston !
12.10.2007 | 05:20
Eftir 6 daga verð ég komin til Boston í 6 daga frí frá öllu ! Það er sko ekki laust við það að ég sé orðin svolítið spennt. Ég er reyndar orðin svolítið stressuð líka því að það eru ansi strembnir dagarnir fram að ferðinni. Í þessum skrifuðu orðum er ég á fyrstu næturvaktinni af 6 sem ég tek áður en að ég fer út. Ég næ að sofa eina nótt heima hjá mér eftir törnina áður en ég fer. Svo er það blessað Eflingarnámskeiðið í aðhlynningu bæði á þriðjudaginn og miðvikudaginn þannig að svefn verður eitthvað af skornum skammti dagana áður en að ég fer. Ætli endi ekki með því að ég steinsofi fyrstu dagana þarna úti
Undirbúningur fyrir ferðina gengur mjög vel. Innkaupalistinn verður sífellt lengri og það er ekki bara ég sem bæti þar við atriðum. Ég nýt dyggrar aðstoðar eiginmannsins og fleirra góðs fólks við að gera listann lengri.
Athugasemdir
heyrðu... mig vantar...
tíhí.. nei nei.. bara djók... bið að heilsa Boston... bara skemmtileg borg og mikið hægt að gera þar !!
Góða ferð! (ef ég heyri ekki í þér áður en þú ferð)
Sif (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 08:53
Átt þú sem sagt alvöru kall sem þorir að viðurkenna í sér "shoppingfíknina"??
Rannveig Lena Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 16:06
Jú ég á sko alvöru kall ..... en hann viðurkennir nú samt ekki að eiga við "shoppingfíkn" að stríða ..... Það er bara sitt lítið af hverju sem hann ætlar að versla þarna í Boston
Anna Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.