Að taka upp tólið getur verið erfiðara fyrir suma .......

telephone_lgÞað hefur reynst honum Sigtryggi mínum afar erfitt að læra að taka þetta annars ágæta verkfæri, símann, í sátt og notkun.   Honum hefur alltaf þótt þetta leiðindatæki vera hinn mesti óþarfi.  Með tímanum hefur okkur samt tekist að ná ágætum sáttum hjá þeim Sigtryggi og símanum.  Undanfarið höfum við verið að prófa okkur áfram með að leyfa Sigtryggi að vera einn heima t.d. meðan að við skreppum út í búð eða sækjum Höllu litlu á leikskólann.  Þetta hefur gengið vonum framar.  Hluti af þessari þjálfum hefur verið að hann verður að svara í símann þegar hann er einn heima.  Fyrstu skiptin sem að við hringdum heim hringdi jafnvel út og svo svaraði hann í annarri tilraun.  Nú orðið svarar hann strax og er bara nokkuð skýr í svörum.  Þegar ég hef spurt hann að því hvort hann sé ekki duglegur að vera svona einn heima þá segir hann: "Ég passa húsið Smile"  Hann vill ekki tala um að hann sé einn heima, því hann er bara að passa húsið fyrir mig. 
Í dag ákvað ég að nú væri kominn tími á að gera tilraun til að auka svolítið kröfurnar á Sigtrygg og gera tilraun með hvað hann gerði ef einhver hringir í mig meðan hann er einn heima.   Ég fór út að sækja systur hans og um leið og ég var farin út hringdi ég í mömmu og bað hana að hringja í númerið heima og spyrja eftir mér.  Bara til að vita hvort hann léti mig vita ef einhver hefði hringt.  Mammma gerði þetta fyrir mig og þegar að ég kom til baka og var rétt komin heim að húsinu kom Sigtryggur út á tröppu og kallaði til mín:  "...... amma Halla hringja" Grin  Ég er ekkert smá stolt af stráknum  Wink  Nú er bara að tryggja að einhver hringi í mig í næstu skipti sem að hann er einn svo að þetta "festist" hjá honum að koma skilaboðum til mín ef einhver hringir Smile

Sumum finnst kannski þetta var ómerkilegt að barnið geti svarað í síma ....... EN hann Sigtryggur minn er einhverfur og fyrir mann eins og hann er þetta HRIKALEGA stórt skref að geta þetta Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þetta er ekkert ómerkilegt, þetta er bara risaskref, til lukku

Gerða Kristjáns, 25.9.2007 kl. 23:41

2 identicon

Duglegur strákurinn :) húrra

Sif (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 08:15

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Frábær árangur. Til lukku.

Fjóla Æ., 26.9.2007 kl. 08:50

4 identicon

Frábært hjá honum, eitt lítið skref fyrir suma er stórt skref fyrir aðra

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:40

5 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Thetta er nu bara hellings merkilegt skref fyrir Sigtrygg

Rannveig Lena Gísladóttir, 26.9.2007 kl. 11:29

6 identicon

Hæææ flott hjá honum að ná þessu ,, en hlakka til að hitta ykkur á eftir..;D

Svanhildur (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband