Helgin búin .....
23.9.2007 | 22:20
.... og komin næstum því vika síðan að ég bloggaði síðast Já ég veit að þetta er vítavert kæruleysi .....
Kristján Atli minn er algjör perla Í kvöld tók ég eftir sári á einni tánni á honum Kristjáni Atla og segi við hann að hann verði að hætta að plokka í táneglurnar á sér. (Hann er að verða búinn að plokka eina nöglina af ...) Ég sagði líka við hann að hann skyldi ekki reyna að sækja vorkunn hjá mér ef hann færi að finna til í tánni því ég væri svo oft búin að segja honum að hætta að plokka. Það var fátt um svör .... stuttu seinna kom stráksi fram til mín þar sem ég sat við pc að byrja að blogga og sagði: "þetta á tánni minni, mamma..... grær þetta áður en ég gifti mig ?"
Sigurjón Stefán er búinn að vera hjá okkur alla helgina og hinir gaurarnir mínir voru hjá pabba sínum. Helgina erum við hjónin búin að nota í að gera miklar tilfæringar á heimilinu. Við máluðum forstofuherbergið og fluttum Sigtrygg Einar í það herbergi og svo fluttum við prinsessuna á heimilinu í herbergið við hliðina á okkur (sem Sigtryggur var að flytja úr) Sigtryggur er ekkert smá glaður með nýja herbergið sitt Halla er greinilega mjög sátt við sitt líka því hún mótmælti ekki neitt og fór góð að sofa í fyrsta skipti í sínu eigin herbergi
Athugasemdir
Til hamingju með þetta Annan mín og Óli.... gott að bæði börnin sætti sig við og eru hamingjusöm með breytingarnar
Árný Sesselja, 24.9.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.