Gleði gærdagsins er ógleði dagsins í dag

Við hjónakornin smelltum okkur í 60 ára afmæli hjá vinkonu okkar henni Gunnu í gærkvöldi.  Svakalega fín veisla og mikið fjör !  Líðanin í dag er alveg í samræmi við gleðina í gær þ.e. þynnka frá helvíti ! Ég held að ég hafi hreinlega ekki orðið svona þunn í mörg ár !  Ég held að ég sé masokisti svei mér þá því að ég veit vel að 4 - 6 sortir af víni er ekki gáfuleg blanda í magann á mér en það stoppaði mig samt ekki í gærkvöldi Crying  Einu sinni enn er ég búin að segja við sjálfa mig: "þetta helvíti geri ég aldrei aftur" ........  Hvað skyldi þetta loforð standa lengi hjá mér ?

Hvað er svo betra eftir svona djamm en að fara á barnadansleik með krílin sín og hitta þar fyrir ca 200 - 300 manns, meirihlutann krakka ? Í dag var nefnilega lokaball í Reykjadal.  Sigtryggur Einar var þar í eina viku í sumar og skemmti sér konunglega.  Hann er allavega harðákveðinn í að fara aftur næsta sumar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Þetta er svona dæmi um að vera rosalega vitur eftir á, en... samt er einhvernveginn svoooo ótrúlega erfitt að muna eftir því á skemmtilegri stund. Trúi því að það sé eitt það besta við miklum timburmönnum að skella sér á barnaball.

Fjóla Æ., 12.8.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Kolla

Eg held thvi fram ad thinkan se til stadar til ad minna mann a gledi gærdagsins :)

Kolla, 13.8.2007 kl. 10:33

3 identicon

Þú varst allavega voðalega hress og skemmtileg í símanum þegar þið hjónin voruð að skrölta heim um nóttina  híhíhíhí......

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 13:16

4 identicon

Hehehe þið voruð frekar hress og skemmtileg og rosalega gaman að fá ykkur í heimsókn:-D

Magga (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband