ÉG VEIT ÞIG LANGAR Í MIG ..........
8.8.2007 | 02:27
Þegar ég mætti í vinnuna í kvöld á fyrstu vaktina mína eftir sumarfrí blasti við mér óhugnarlega stór Mackintosh's Quality street dolla á borðinu á vaktinni. Ég reyndi að láta sem ég sæi ekki dolluskrattann og reyndi af fremsta megni að taka eftir því sem stelpurnar sögðu við mig. "Gaman að sjá þig aftur", "hafðiru það ekki gott í sumarfríinu?" og fleiri slíkar spurningar hljómuðu eins og suð á bak við argið sem barst frá bölvaðri dollunni ......... "opnaðu mig bara og fáðu þér ...... einna mola ......)
Ji minn eini hvað ég varð að taka á honum stóra mínum til að falla ekki í freistnina og fá mér mola úr bölvaðri dollunni. Þegar stelpurnar á kvöldvaktinni voru að fara ein af annarri heim bað ég og vonaði að eigandinn af dollunni tæki kvikindið með sér heim. En Ó NEI þegar þetta er skrifað er dolluskrattinn enn á borðinu á vaktinni þannig að ég verð að berjast við púkann á öxlinni í alla nótt !
Í dag 7. ágúst (tæknilega séð í gær) á ein besta vinkona mín og fyrrverandi tengdamóðir hún Gunna 60 ára afmæli. Elsku Gunna innilega til hamingju með afmælið
Athugasemdir
Oh..hélt þetta væri eitthvert ellýarblogg
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 02:46
Ég kannast við svona púka... kvikindið situr stundum á öxlinni á manni, potandi og pikkandi, gargandi á mann gjörsamlega! En vá hvað manni líður mikið betur þegar að búið er að slá hann kaldann og hrekja á brott!
Lena systir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 17:02
ég hefði bara látið undan ...... mmmmmmmmmm gooooooooooott
Árný Sesselja, 8.8.2007 kl. 21:24
hvar fékkstu þennan hræðilega hatt, krakki...........Árný meina ég
mamma (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.