Nú er komið að því !

...... ég er loksins búin að setja allar myndirnar úr sumarfríinu inn  í "albúmið" okkar Smile  317 stykki takk !  Maðurinn minn vill meina að ég hafi verið pínulítið ofvirk með myndavélina en það held ég að sé mesta vitleysa Halo  Þessi er númer 200 af 317 og er í miklu uppáhaldi hjá mér:


 
 
Sigurjóni mínum tókst að krækja í þennan boltaþorsk á þessa pínulítlu stöng  með þessum tvinnaþráð á Smile   Hann fékk reyndar mikla og góða hjálp frá Stebba afa við að landa dýrinu !  Það mátti varla á milli sjá hvort væri stærra stöngin eða þorskurinn.

Það er líka komið að játningum dagsins ....... Undecided  Um daginn þegar ég var á leið heim úr sumarbústað í Borgarfirðinum kom ég óvart við á dýrustu ljósmyndastofu landsins Devil  Þ.e. helv.... hraðamyndavélinni sem búið er að koma fyrir rétt sunnan við Hafnarfjallið.  Þetta er nú ljóta búllan, smella af manni einni andsk..... mynd og rukka mann um 7.500 og maður fær ekki einu sinni að sjá myndina, hvað þá eiga hana !      Nei, smá grín ..... ég mældist á 103 og já ég veit það ER 90 km/klst hámarkshraði þarna og í dag greiddi ég sektina svo að ég fengi nú afsláttinn sem boðið er upp á. 

Þar til næst farið vel með ykkur og varist leynilegu ljósmyndaokurbúllurnar ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sko gott að eiga Skoda með cruise control... bara stillt á obbolítið neðan við 100 og þá gleymir maður sér ekkert og stígur aðeins of fast á pinnann...

 Gaman að öllum myndunum... er búin að skoða þær næstum því allar!

Lena (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: www.zordis.com

Enginn smá fiskur á svona litla stöng!  Flottur veiðimaður .....

www.zordis.com, 5.8.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband