Komin heim úr sumarfríinu
28.7.2007 | 20:50
Jebb nú erum við komin heim úr hálfs mánaðar sumarfríi. Svona í mjöööög stuttu máli þá fórum við fyrst norður á Blönduós til pabba og mömmu og gistum þar í 2 nætur. Því næst fórum við á Grenivík og gistum þar í fellihýsinu 1 nótt. Næst fórum við austur á Vopnafjörð og vorum þar á ættaróðalinu þeirra tengdó í 6 daga og fórum þá til Húsavíkur og svo í Aðaldalinn og gistum þar í fellihýsinu eina nótt. Nú restina af þessum hálfa mánuði eyddum við svo á Blönduósi hjá pabba og mömmu Við héldum dagbók alla ferðina og þegar að ég finn tíma og nennu pikka ég hana inn á vefdagbókina hjá krökkunum. Læt vita hér um leið og ég er búin að pikka .......
Myndavélin var auðvitað með í för og ég er ekki frá því að mér hafi tekist að taka u.þ.b. 450 myndir í ferðinni
Þar til næst hafið það eins gott og þið getið ......
Athugasemdir
Hlakka til að sjá myndir :)
Lena (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 08:45
Og ég líka
Gerða Kristjáns, 31.7.2007 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.