Smá update af mér og mínum .....
13.7.2007 | 00:18
Nú er sumarfríið okkar Óla hafið og sjaldan verið meira að gera hjá okkur Er þetta ekki alveg típískt að yfirhlaða sig af allskonar verkefnum í sumarfríinu ? Það á bókstaflega allt að gerast ! Í þessum skrifuðu orðum er minn heittelskaði ..... sveittur við að flísaleggja á baðherberginu þar sem hann er búinn að rífa gömlu sturtuna og setja nýjan sturtubotn. Ég reyni auðvitað að fremsta megni að vera honum innan handar við verkefnið
Í gær fórum við Óli og Halla Katrín upp í Borgarfjörð í sumarbústað sem hún Gunna fyrrv. tengdó var í með strákana okkar. Gunna fór í bæinn og við Óli tókum við bústaðnum og börnunum og létum fara vel um okkur og komum svo heim í dag. Við Halla fórum reyndar á undan Óla því hann þurfti að klára að undirbúa fyrir flísalögn áður en hann kæmi sem og hann gerði. Vinafólk okkar var í þarnæsta bústað sem gerði ferðina bara skemmtilegri
S.l. miðvikudag lögðum við Óli af stað í "brúðkaupsferðina" okkar Ferðinni var heitið á landsmót bifhjólafólks sem haldið var í Skúlagarði í Kelduhverfi. (Rétt vestan við Ásbyrgi) Þar sem ég hef nánast enga reynslu af svona löngum mótorhjólaferðum skiptum við ferðinni norður í tvo hluta og fórum á Blönduós á miðvikudaginn og restina af leiðinni á fimmtudaginn. Fyrri hluti gekk mjög vel en á fimmtudeginum lentum við í ausandi rigningu á Öxnadalsheiðinni og urðum að leyta skjóls hjá frænku hans Óla á Akureyri til að fara í sturtu, hlýja okkur örlítið og þurrka fötin. Sálartetrið mitt þurfti líka smá breik því að á leiðinni upp á Öxnadalsheiðina lenti ég í því í fyrsta sinn að detta á mótorhjólinu mínu Sem betur fer meiddi ég mig ekki mikið og hjólið er óskemmt ...... Smá mar á mjöðm og sköflungi já og svo auðvitað meiddið á sálinni
Af krílunum mínum er allt gott að frétta. Sá yngsti og sá elsti eru búnir að vera ýmist hjá pabba sínum og/eða ömmu undanfarna daga eða síðan 29. júní. Sigtryggur var líka hjá þeim í viku en fór svo s.l. föstudag í sumarbúðir í Reykjadal og kemur hann heim á morgun eða allt svo heim til pabba síns og ömmu. Svo koma þeir allir heim til okkar einhverntíman um helgina Þá verður stefnan tekið norður og svo austur Hálfsmánaðar ferðalag með alla ormana okkar !
Nokkrar nýjar myndir væntanlegar inn í fjölskyldualbúmið
Meira seinna .....
Athugasemdir
hlakka til að sjá ykkur um helgina..... knús frá sveitinni
Árný Sesselja, 13.7.2007 kl. 09:38
Hæ hæ og takk fyrir síðast.
Hvar eru myndirnar af landsmóti? 'Eg bara sinn þær ekki,hehehe
Magga (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 12:20
Vont ad detta .... gott ad zad fór ekki ver! Ég var ad skoda hjól sem mig langar í en aetli zad sé ekki betra ad naela sér í réttindi fyrst ádur en ég tíni upp úr buddunni. Góda helgi ...
www.zordis.com, 21.7.2007 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.