Síðan síðast .....
20.6.2007 | 03:28
hefur ýmislegt gerst hjá undirritaðri. Mannsefnið mitt skilaði sér heim rétt eftir hádegi á 17. júní. Heilsufarið hjá honum blessuðum var alveg ótrúlega gott. Allavega miklu betra en ég átti von á ...... Það varð svo sem ekki mikið úr deginum hjá okkur því Halla litla var orðin lasin þannig að við létum nægja að fara í smá bíltúr og svo í mat til tengdó um kvöldið. Halla er búin að vera með hita síðan eða þangað til í kvöld en þá var hún hitalaus.
Halla Katrín á góðri stund
Á mánudaginn kom unglingurinn minn hann Kristján Atli heim eftir rúmlega 1/2 mánaðar dvöl fyrir norðan ýmist í sveitinni hjá Árnýju systir eða á Blönduósi hjá afa sínum og ömmu.
Elsku Árný, mamma og pabbi og allir hinir, takk fyrir strákinn minn stóra
Núna eru þeir bræður byrjaðir á leikjanámskeiði í Langholtsskóla. Það er ekki laust við að ég finni hvað þeir eru fegnir að byrja í "sumarskólanum", hann hefur verið fastur passi í lífi þeirra svo lengi.
Í dag fór Sigtryggur Einar í Hólaberg og hann kemur heim aftur á fimmtudaginn. Nú fer að líða að því að það loki í Hólabergi, þ.e. árleg sumarlokun en við vorum svo séð að skipuleggja sumarfríið okkar meðan að sú lokun stendur yfir.
Áður en að Kristján Atli kom heim dreif ég mig í að taka herbergið hans rækilega í gegn. Og þá er ég sko að meina RÆKILEGA ! Eitt af því sem sat á efstu hillu í herberginu hans var gamli bangsinn minn hann Snúður karlinn, orðinn vel rykugur og slitinn. Þegar ég tók hann niður og ætlaði með hann út að dusta af honum rykið sá ég að það hefði í raun engan tilgang, hann mundi örugglega detta í sundur við það. Þarna voru örlög hans ráðin .... Ég fór með hann inn í stofusófa og tók af honum myndir og svo fór hann með öðru dóti út í bíl og þaðan í sorpu
Rosalega er erfitt að láta svona dót fara. Þessi bangsi er búinn að vara stór hluti að lífi mínu í svo langan tíma. Ég fékk Snúð þegar pabbi og mamma ákváðu að nú skildi ég hætta að skríða uppí til þeirra á nóttunni. Áætlun þeirra tókst og ég steinhætti að fara inn til þeirra á nóttunni.
Núna eru bara 10 dagar og 13 klst þangað til að stóra stundin rennur upp ! Ég verð að viðurkenna að ég er orðin þokkalega spennt og svolítið stressuð Ég var alveg viss um að ég væri sko búin að græja allt og undirbúa en þegar betur var að gáð þá voru ýmsir litlir og laflausir endar eftir ....... en ekkert sem næst ekki að græja í tæka tíð !
Þar til næst ..... Hafið það eins gott og þið mögulega getið !
Athugasemdir
Hurru Annan mín... á ekkert að fara að koma með nýtt blogg???
Árný Sesselja, 27.6.2007 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.