Numinn á brott !

Já tilvonandi eiginmaður minn var numinn á brott í dag af mjög vafasömum mönnum Gasp Nei ..... smá grín ..... þeir voru ekki svo vafasamir Smile  Þarna voru á ferðinni félagar hans sem komu að sækja hann í þeim tilgangi að steggja greyið hann Óla minn Tounge  Ég hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því hvert átti að fara með hann og gera við hann og satt að segja er það allt mjög saklaust.  Allavega í samanburði við það sem ég varð vitni að í dag.  Ég fór niður í Rimaapótek í dag og á planinu þar kom hópur af mönnum út úr bíl.  Einn af þessum mönnum var mjög svo undarlegur til fara og greinilega alls ekki edrú.  Strákgreyið var í kvennærfatnaði með sokkaböndum og alles í næfurþunnum undirkjól Smile  Félagar hans voru sennilega ekki edrú heldur og voru þeir að láta greyið fara inn í verslanir í þessari múnderingu Smile 
Félagar hans Óla fóru með hann í river rafting og svo í sumarbústað þar sem átti að grilla og fá sér obbolítið í eina tánna.  Ég fékk hátíðlegt loforð um að þeir mundu skila honum, ja eða restinni af honum heim ekki seinna en á hádegi á morgun Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

bíddu bara góan........ þú ert eftir

Árný Sesselja, 16.6.2007 kl. 22:03

2 identicon

Er búið að skila kallinum:)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 16:21

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég vona að steggurinn hafi komist heill heim án teljandi mórals.

Fjóla Æ., 17.6.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Er hann búinn að skila sér ? :)

Gerða Kristjáns, 17.6.2007 kl. 17:55

5 Smámynd: Anna Gísladóttir

Honum var skilað heim klukkan rúmlega 14 í dag  í heilu lagi .....

Anna Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 20:29

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, vona að hann hafi verið í lagi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 22:58

7 Smámynd: www.zordis.com

Brádnaudsynlegt ad leyfa honum ad rasa út á edlilegan hátt!  Gangi ykkur vel med allt!

www.zordis.com, 19.6.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband