Það er víst bannað að ljúga ...
2.6.2007 | 05:01
nema þegar það hefur mjög jákvæðan tilgang og gert öðrum til hagsbóta (eða er það ekki ?) Ég laug nefnilega að litlu systur minni núna nýlega
En allt var það nú samt gert til að gleðja hana sko
Málið er nefnilega að ekki fyrir löngu síðan hringdi kærastinn hennar í mig og bað mig um að hjálpa sér svolítið. Þau ætluðu að koma í borgina um helgina og gista hjá mér og hann langaði að koma henni svolítið á óvart á föstudagskvöldið. Mitt hlutverk var að finna upp á einhverju til að hún færi í sparifötin og hefði sig til án þess að vita hvert hún væri í rauninni að fara ....... Eftir smá umhugsun hringdi ég í hana og bað hana að gera mér þann greiða að mæta með mér á opnun á ljósmyndasýningu. Maðurinn minn kæmist ekki með mér og ég vildi ekki fara ein. Hún var nú ekkert voða spennt í fyrstu en auðvitað lét hún eftir mér .......
Þrátt fyrir að ég væri að fara á næturvakt spilaði ég áfram með og við systurnar drifum okkur í að taka okkur til fyrir "opnunina"
Það var auðvitað farið í sturtu, smelltum okkur í bingógallann, hárið blásið og sléttað og sparslað í mestu hrukkurnar í andlitinu og helstu línur skerptar þar ...... Þegar komið var að því að fara af stað blasti við henni kærastinn (auðvitað kominn í bingógallann) á HRIKALEGA flottum bíl að sækja hana
Nú þau fóru út að borða eitthvað svakalega fínt og ég fékk mér pizzusneið, lagði mig í smá stund og fór svo svona svakalega fín í VINNUNA
Athugasemdir
Æjjj sætur er hann
Gerða Kristjáns, 2.6.2007 kl. 09:12
ég næ mér niður á þér fyrir skrökvið..... EN TAKK SAMT
Árný Sesselja, 2.6.2007 kl. 11:04
Var einmitt að lesa söguna hennar Árnýjar ... þetta var mikið sætt til að gleðja systur sína.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 14:13
Rosa smart hjá zér ad ljúga fyrir gódan málsstad! Frábaert.
www.zordis.com, 9.6.2007 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.