Andleysi og þreyta
6.4.2007 | 06:00
Ástæðan fyrir bloggleysi undanfarna daga er mikil þreyta bæði andleg og líkamleg. Ég er búin að vera að vinna mikið og ýmislegt gengið á sem verður ekki tíundað hér ..... allavega ekki í bili.
Ein "gömul" vinkona mín kenndi mér ofsalega fallega vísu í gær. Hún er svona:
Enginn ratar æfibraut
öllum skuggum fjarri.
En sigurinn er að sjá í þraut
sólskinsbletti stærri.
Mikill sannleikur í þessari stöku ........
Kveðja,
~Anna~
Athugasemdir
Það er enginn stakur sem á góðan vin! Flott staka sem fær að fljóta með í farteskinu! Snilldin er að horfa fram á við og sjá ljósið sem ryður sér rúm til okkar! Hvíldu þig og njóttu Páskanna! Gleðilega Páska.
www.zordis.com, 8.4.2007 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.