Litli frændi kominn með nafn !
18.2.2007 | 21:47
Já í morgun þegar ég kom heim úr vinnunni spólaði ég beint í sparigallann því klukkan 11 átti að skíra litla Snæ Jökulsson í Keflavíkurkirkju. Það þurfti að koma öllu liðinu á fætur og koma sér svo suður í Keflavík með smá viðkomu í Breiðholtinu að sækja Kristján Atla. Allt hafðist þetta nú og við komum í kirkjuna á góðum tíma Skírnarmessunni var skipt í tvo hluta, fyrst skírnin sem var eiginlega barnamessa í leiðinni og að henni lokinni var börnunum boðið að fara í sal í safnaðarheimilinu í sunnudagaskóla á meðan að "fullorðins-messan" fór fram.
Barna og skírnarmessan var alveg stórskemmtileg athöfn þar sem allir fengu að taka þátt. Þetta er í fyrsta skipti sem ég verð vitni að því að prestur hvetur til þess að klappað sé í kirkju ! Svei mér þá að þetta er bara skemmtilegra með smá klappi og stemmingu. Ég held að ég færi oftar í kirkju ef það væri meiri stemming og gleði í athöfnum kirkjunnar.
Það er lengi búið að vera vitað að seinna nafn drengsins yrði Snær en í dag fékk hann svo fyrra nanið, Birnir Birnir Snær Jökulsson er bara fallegt nafn og drengurinn ber það bara vel. Ég fékk að mynda allt í bak og fyrir og gekk það bara vel. Ég samdi við minn heittelskaða að smella af nokkrum myndum af mér og Birni Snæ og hér fyrir ofan er ein þeirra
Þegar ég kom heim var ég búin að vaka í rúman sólarhring ......
Þreytt - þreyttari - uppgefin !
~Anna~
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.