Nú er ég skvekkt
18.2.2007 | 04:33
Já ég er alls ekki sátt við þessa niðurstöðu að Eiríkur fari út fyrir Íslands hönd. Ég hef svo sem ekkert út á Eirík sjálfan að setja en lagið finnst mér frekar leiðinlegt og svo held ég að það gefi ekki góða raun að senda rokklag í keppnina núna ári eftir að Lordi vann keppnina með þungarokkslagi. En miðað við megnið af lögunum held ég að við meigum sátt við sitja því flest af lögunum fannst mér vera vægast sagt hundleiðinleg og flutningurinn ömurlegur.
Sjálf hefði ég viljað að Friðrik Ómar hefði unnið keppnina. Mitt atkvæði fór allaveg til hans.
En maður spyr að leikslokum. Það er svo sem aldrei að vita hvernig fer í Helsinki þann 10. maí n.k.
~Anna~
![]() |
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála önnu,lögin leiðinleg,hef það á tilfinninguni að lögin séu valin til að vinna EKKI . Einar
Einar (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 07:03
Ég er ekki enn farin að heyra þetta lag......já eða önnur sem kepptu ;)
Gerða Kristjáns, 18.2.2007 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.