Curiosity cilled the cat
12.2.2007 | 23:36
Ég er að kafna úr forvitni núna ! Málið er að í kvöld fékk ég upphringingu í gemsann minn. Þetta var eldri kona sem kynnti sig og spurði hvort ég kannaðist við númerið sem hún var að hringja úr. Ég svarðai neitandi og spurði hana hvers vegna hún spyrði að þessu. Þá hafði konugreyið fundið gsm síma þar sem hún var að vinna við skúringar. Þegar hún fór í adressubókina í símanum var númerið mitt það fyrsta sem kom upp og hún hringdi í mig í þeirri von að finna út hver ætti þennan síma. Stranheiðarleg kona þarna á ferð. Ég bauð henni að setjast við tölvuna og reyna að finna út hver ætti símann og láta hana svo vita. Smá uppfletting á ja.is varð til þess að ég fann út hver átti símann en náði samt bara í mömmu eigandans (sem er b.t.w. 23 ára stelpa) í síma. Ég lét hana vita af þessari upphringingu sem ég fékk og einnig hvar hún gæti sagt dóttur sinni að vitja símans. En það skrítna í þessu öllu saman er að ég hef ekki hugmynd um hver þessi ágæta stelpa er sem er með númerið mitt skráð í símanum sínum
Well ætli það endi ekki með því að ég hringi í stelpuna á morgun og forvitnis um hvernig á þessu stendur ......
Athugasemdir
Ooo þegar ég byrjaði lesturinn var ég að vona að þetta hefði verið minn sími sem fannst
En jæja, gott samt að einhver annar fær aftur týnda símann sinn.
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 09:24
Hjúkk að ég sé skki sú eina sem er að drepast úr forvitni.
Magga (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:23
og hvað ???
fannstu útúr þessu ?
Sif (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 08:26
Nei því miður :( En kærasti þessarar stelpu hringdi í mig og sagði takk .......
Anna Gísladóttir, 15.2.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.