Meira af jólasveinum og trú á þá sveinana alla

stekkjastaur"Stekkjastaur kom fyrstur, stirðbusalegur karl,
hann fer af stað þrettán dögum fyrir jól, hann reynir að ná
sér í sopa af mjólk sem honum finnst ósköp góð en sú
heimsókn endar þó oftast með ósköpum því kindurnar
verða alveg ærar, stekkjastaur heldur þá áfram án þessa
að fá minnstan dreitil, því hann er svo stirður, já hrakfallabálkur er hann Stekkjastaur."

 Stekkjastaur kom fyrstur, 
stinnur eins og tré. 
Hann laumaðist í fjárhúsin 
og lék á bóndans fé. 

Hann vildi sjúga ærnar, 
-þá varð þeim ekki um sel, 
því greyið hafði staurfætur, 
-það gekk nú ekki vel. 

Jóhannes úr Kötlum

------------------------------------------------------------------------------------------------

Þrátt fyrir sterk rök fyrir því að blessaðir jólasveinarnir séu ekki til þá held ég ótrauð áfram að trúa pínulítið á þá og kenna börnunum mínum alla skemmtilegu siðina og sögurnar  sem fylgja þessum skemmtilegu og skrítnu körlum Smile  Þetta er svona hluti af því að ríghalda í barnið í sjálfum sér.  Allavega er það svo hjá mér

Heima hjá mér í gærkvöldi voru bara 2 af krökkunum mínum heima, það elsta og yngsta.  Sá elsti fór pent í það að reyna að fá að vita hvað hann fengi í skóinn, hann vissi jú núna að það værum við sem að settum í skóinn.  Við svöruðum því fljótt og vel að hann yrði að fara þægur að sofa og sjá það svo í fyrramálið hvað það yrði Grin  Litla skottið er ekki alveg farin að fatta þetta en ég held að hún verði fljót að átta sig á þessu næstu daga.

Yngsti guttinn minn hafði sýnt pabba sínum stoltur bréf sem að hann var búinn að skrifa sveinka.  Í bréfinu var einlæg ósk um hvað hann langaði mest í í skóinn, en það var Sony Ericson gsm sími með korti og pin númeri !  LoL  Ofsalega er ég hrædd um að sveinki setji ekki síma í skóinn ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við trúum á Guð þó við höfum aldrei séð hann, hvers vegna þá ekki á jólasveinin ??

Anna Lilja (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 05:39

2 Smámynd: www.zordis.com

Jólasveinninn er ljóslifandi til og ég heyri oft í honum!

Langar að senda þér og þínum bestu jólakveðjur með von um gleði og farsæld!

www.zordis.com, 22.12.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband