Rúmur sólarhringur eftir af árinu ....

Þessi næstsíðasti sólarhringur ársins alveg að verða búinn.  Ég er búin að eyða honum í algert dekur og leti.  Það er alveg nauðsyn að öðru hvoru að lufsast bara með börnunum og liggja í leti. 

Stelpurófan mín er búin að vera svolítið lasin undanfarna daga, hóstað mikið og sofið frekar illa.  Hóstinn gerði það að verkum að við sáum aumur á greyinu í nótt (hafði ekkert með leti í okkur að gera) og leyfðum henni að koma upp í á milli okkar um klukkan 4 í nótt.  Þar svaf sú litla restina af nóttinni og sá til þess að móðir hennar svæfi ekkert of vel.  Það er frekar erfitt að sofa þegar skipst er á að slá mann og sparka í mann ......  Einhverra hluta vegna sparkar hún og lemur pabba sinn síður.  Sem ég skil reyndar ekki því það er ég viss um að það er miklu betra að sparka í hann ........  Smile

Aldrei þessu vant sváfu drengirnir þar til að klukkan var langt gengin í tíu.   Þegar þeir voru komnir á ról vakti ég Höllu litlu og þegar hún hafði fengið sér smá morgunmat fór ég með hana í leikskólann.  Eftir hádegi fór ég svo í ræktina og á meðan fóru Sigtryggur og Sigurjón í fjöruferð með nýju kíkirana sína á meðan að unglingurinn Kristján var heim og las (já eða spilaði í tölvunni)     Þegar ég var búin í ræktinni sóttum við Höllu í leikskólann og keyrðum hana í Heiðarselið til afa og ömmu.  Þau voru búin að samþykkja að passa gripinn meðan að við Óli færum í bíó með strákastóðið okkar. 
Við fórum að sjá Disney-myndina Bolt eða Bolti eins hún útleggst á okkar ástkæra......  Rétt fyrir jólin fékk ég glaðning frá vinnuveitanda mínum, Hrafnistu.  Ég fékk 4 boðsmiða í bíó í Laugarásbíó.  Þessi glaðningur kom sér vel í dag, ég þurfti bara að kaupa 1 bíómiða og popp og kók fyrir einn því að boðsmiðunum fylgdi popp og kók Smile
Bolti var sýndur í þrívídd og þetta er í fyrsta skipti sem að ég fer í þrívíddarbíó.  Fékk þessi forkunnarfögru gleraugu á nefið sem ég varð reyndar að setja yfir gleraugun mín,  samsetning sem dró verulega úr sjarmanum á fínu þrívíddargleraugunum Wink
Letilífið í dag endaði svo á því að við fórum með allan herinn okkar út að borða á Rizzo pizza.  

Á leið okkar heim eftir pizzu átið komum við við í B&L til að kaupa svolítið af flugeldum fyrir áramótin.   Strákarnir verða hjá pabba sínum um áramótin og fá þeir að fara  með megnið af skoteldunum þangað til að skjóta upp.  Nú er maður búin að gera smá góðverk og stutt Landsbjörgu um 14.ooo krónur Grin

Skoðum mín á flugeldum hefur ekkert breyst .... þeir eru ágætir í sjónvarpinu því þar get ég lækkað í hávaðanum frá þeim og finn ekki helv.... lyktina af þeim Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Ég er sammála þessu með ógeðslega lykt af flugeldum, svo og er hávaðinn allt of mikill í þéttbýli.   Afi úr sveitinni.

., 31.12.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: .

Ekki halda að pabbi þinn sé búinn að fara í kynskiptaaðgerð.... hann stalst bara í tölvuna mína.....

., 31.12.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband